Áttaviti fyrirtækja

Áttaviti fyrirtækja er greiningartæki Eldjárns Capital sem gefur litlum og meðalstórum fyrirtækjum ítarlegt mat á rekstri þess og umhverfi. Til verður „heilbrigðisvottorð“ sem tilgreinir núverandi stöðu fyrirtækja og greinir framtíðarmöguleika þeirra. Umfang Áttavitans sem greiningartækis er sérsniðið að hverju fyrirtæki fyrir sig. Fyrirtæki fá afhenta kynningu með niðurstöðum sem kynntar eru framkvæmdastjórn og stjórn fyrirtækisins