Ásmundur hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði en frá árinu 2006 hefur hann starfað fyrir Glitni hf. og Arion banka hf. auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja. Ásmundur hefur átt náið samstarf með mörgum af stærstu fyrirtækjum og fjárfestum á Íslandi auk þess að hafa unnið með mörgum erlendum fyrirtækjum og fjárfestum. Helstu sérsvið Ásmundar eru kaup og sala fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, lánamál fyrirtækja, fjárhagsleg endurskipulagning, samningagerð, verðmöt, greining fjárfestingatækifæra og rekstrarráðgjöf.
Ásmundur hefur sérþekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi.