Starfsfólk

Ásmundur Gíslason

Ásmundur hefur víðtæka reynslu af störfum á fjármálamarkaði en frá árinu 2006 hefur hann starfað fyrir Glitni hf. og Arion banka hf. auk þess að sitja í stjórnum fyrirtækja. Ásmundur hefur átt náið samstarf með mörgum af stærstu fyrirtækjum og fjárfestum á Íslandi auk þess að hafa unnið með mörgum erlendum fyrirtækjum og fjárfestum. Helstu sérsvið Ásmundar eru kaup og sala fyrirtækja, fjármögnun fyrirtækja, lánamál fyrirtækja, fjárhagsleg endurskipulagning, samningagerð, verðmöt, greining fjárfestingatækifæra og rekstrarráðgjöf.

Ásmundur hefur sérþekkingu á sjávarútvegi og fiskeldi.

Bjarnólfur Lárusson

Bjarnólfur er með yfirgripsmikla reynslu á fjármögnun stærri og sérhæfðari fyrirtækja og djúpstæða þekkingu á rekstri fyrirtækja í öllum greinum atvinnulífsins. Hann hefur unnið mjög náið með forstjórum og fjármálastjórum stærstu fyrirtækja landsins í yfir áratug. Viðamikil þekking hans á íslensku atvinnulífi og sterk tengsl innan viðskiptalífsins nýtist viðskiptavinum Eldjárn Capital. Bjarnólfur stýrði einu stærsta lánasafni Íslandsbanka í um áratug, þjónustaði stærstu fyrirtæki landsins og leiddi teymi sérfræðinga með markverðum árangri. Bjarnólfur hefur leitt tuga fjármagnanna og endurfjármagnanna fyrirtækja og M&A verkefna. Bjarnólfur hefur unnið í flóknu og krefjandi starfsumhverfi þar sem öguð vinnubrögð regluverks og háir gæðastaðlar eru hafðir að leiðarljósi.